Manchester United spilaði í gær gegn Porto á Drekavöllum í Portúgal en leikurinn endaði með 3-3 jafntefli þar sem Harry Maguire jafnaði fyrir tíu leikmenn United undir lokin.
Það er athyglisvert að segja frá því að Manchester United, sem er eitt stærsta fótboltafélag veraldar, flaug með Loftleiðum, dótturfélagi Icelandair, í verkefnið í Porto.
Það er athyglisvert að segja frá því að Manchester United, sem er eitt stærsta fótboltafélag veraldar, flaug með Loftleiðum, dótturfélagi Icelandair, í verkefnið í Porto.
Þetta vekur auðvitað upp spurninguna, af hverju?
„Loftleiðir Icelandic, leiguflugshluti Icelandair, er með þrjár Boeing 757 VIP vélar í rekstri og eru þær að mestu bókaðar fyrir erlenda ferðaheildsala sem bjóða upp á heimsferðir. Á þessu ári höfum við lagt meiri áherslu á að bjóða vélarnar í styttri verkefni á þeim tímabilum sem þær eru ekki bókaðar í heimsferðir," segir í svari Icelandair við fyrirspurn Fótbolta.net.
„Við höfum meðal annars kynnt þessa þjónustu fyrir mörgum af stærri fótboltafélögum í Evrópu og síðastliðið sumar flugu RB Leipzig með VIP vél frá okkur í æfingaferð til Bandaríkjanna. Í vikunni flugum við svo með Manchester United til Porto þar sem þeir mættu Porto í Evrópudeildinni. Flugvélin sem Manchester United flaug með er búin 80 sætum í viðskiptafarrými."
Skemmtilegt, en það er spurning hvort einhver leikmaður Manchester United hafi horft á Kokkaflakk eða Bjarnfreðarson í afþreyingarkerfinu á leiðinni heim til Manchester í gærkvöldi.
Man Utd hefur farið illa af stað á yfirstandandi tímabili en næsti leikur liðsins er gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.
Athugasemdir