Ítalska félagið Juventus er alvarlega að íhuga að hringja í spænska miðvörðinn Sergio Ramos og sannfæra hann um að ganga í raðir félagsins út leiktíðina.
Juventus missti sinn besta varnarmann í meiðsli á dögunum en það kom út í gær að brasilíska ruminn Bremer verði frá út tímabilið eftir að hafa slitið krossband.
Bremer hefur verið frábær í varnarlínu Juventus í byrjun leiktíðar og mikil blóðtaka fyrir liðið sem eygir von um að vera í titilbaráttu.
TuttoSport heldur því fram að Juventus sé að íhuga að fá hinn 38 ára gamla Ramos til að leysa Bremer af hólmi.
Ramos er án félags sem stendur en hann rifti við uppeldisfélag sitt, Sevilla, í sumar.
Spænski miðvörðurinn er talinn einn af bestu varnarmönnum allra tíma, en stóra spurningin er hvort hann sé kominn fyrir hæðina góðu.
Joel Matip, Kostas Manolas og Simon Kjær hafa einnig verið orðaðir við Juventus.
Athugasemdir