Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 04. október 2024 14:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svartsýnn varðandi meiðsli Kristians - Óskar Borgþórs kallaður inn í U21
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristian Nökkvi Hlynsson var í byrjunarliði Ajax sem mætti Slavia Prag á útivelli í Evrópudeildinni í gær.

Hann þurfti að fara af velli á 42. mínútu vegna meiðsla. Þá var staðan 0-1 fyrir Ajax en lokatölur urðu 1-1.

Þjálfari Ajax, Francesco Farioli, sagði frá því í gær eftir leikinn að Kristian væri meiddur á ökkla og meiðslin litu ekki vel út. Hann sagði að Kristian færi í frekari skoðun í framhaldinu.

Kristian var valinn í U21 landsliðið á miðvikudag en KSÍ tilkynnti rétt í þessu að Óskar Borgþórsson, leikmaður Sogndal, hefði verið kallaður inn í hópinn fyrir leikina gegn Litháen og Danmörku. Óskar var í hópnum í síðasta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner