þri 04. nóvember 2014 22:08
Alexander Freyr Tamimi
Rodgers: Vissi alveg hvað ég var að gera
Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, var mjög ánægður með sína menn þrátt fyrir 1-0 tap gegn Real Madrid á Santiago Bernabeu í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Rodgers stillti upp mikið breyttu liði gegn Evrópumeisturunum og vildu sparkspekingar margir meina að hann væri einfaldlega að gefast upp fyrir leikinn.

Liverpool endaði vissulega á að tapa en Rodgers segist þó alls ekki hafa farið inn í leikinn án vonar.

,,Þið spurðuð mig fyrir leik hvort liðið væri nógu sterkt, en lið sáuð sjálfir hversu góðir þeir voru," sagði Rodgers eftir leik.

,,Að koma hingað, þar sem þeir vinna með þremur og fjórum mörkum, og halda leiknum svona jöfnum, sýnir hversu góðir við vorum."

,,Við höfðum hugrekki til að spila fótbolta og ég er mjög stoltur af liðinu. Við vorum frábærir."

,,Ég vissi alveg hvað ég var að gera. Ég vissi hvernig liðinu yrði stillt upp í kvöld. Við erum svekktir með úrslitin en það er margt jákvætt við þetta. Sumir ungu leikmannanna stóðu sig mjög vel."

,,Við eigum enn góða möguleika á að komast áfram. Við héldum alltaf að þetta myndi ráðast í síðasta leik og þetta er í okkar höndum."

Athugasemdir
banner
banner