Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 04. nóvember 2020 16:43
Magnús Már Einarsson
Arteta ánægður með kröftuga endurkomu Elneny
Mynd: Getty Images
Mohamed Elneny, miðjumaður Arsenal, átti góðan leik í 1-0 sigrinum á Manchester United um síðustu helgi. Elneny hefur komið sterkur inn í lið Arsenal á þessu tímabili og spilað níu leiki.

Egyptinn var á láni hjá Besiktas í Tyrklandi á síðasta tímabili en Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hrósaði honum fyrir endurkomuna á fréttamannafundi í dag.

„Hann hefur brugðist vel við öllum áskorunum sem við höfum hent á hann. Hann fékk stóra áskorun þegar hann kom til baka úr láni því hann þurfti að sýna hvað hann gæti fært okkur," sagði Arteta.

„Ég held að allir hafi séð hvað hann getur gert og ég er mjög ánægður með frammistöðu hans og hvað hann kemur með til liðsins."

„Við tökum eitt skref í einu. Ég er mjög ánægður með hann sem leikmann og allt sem hann er að gera. Vonandi getur hann haldið svona áfram og staðið sig vel út tímabilið."

Athugasemdir
banner
banner
banner