Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 04. nóvember 2020 15:16
Magnús Már Einarsson
Ásgerður ólétt - Ekki með Val í Meistaradeildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, miðjumaður Vals, er ekki með liðinu í HJK Helsinki í Meistaradeildinni en leikur liðanna er í gangi á Origo-vellinum.

Ásgerður er ófrísk en þetta staðfesti hún í sam­tali við mbl.is. Ásgerður á eitt barn fyr­ir með knatt­spyrnu­mann­in­um Almarri Ormars­syni sem er fyr­irliði KA í efstu deild karla.

Hin 33 ára gamla Ásgerður hefur á ferli sínum leikið 251 leik í efstu deild með Val, Stjörn­unni og Breiðabliki.

Hún hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari á ferlinum en hún vann titilinn með Val í fyrra.

Ásgerður er kom­in sex­tán vik­ur á leið og því ljóst að hún mun lík­legast missa af öllu næsta tíma­bili með Valskon­um næsta sum­ar.
Athugasemdir
banner
banner
banner