Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 04. nóvember 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
UEFA stefnir ennþá á EM í tólf borgum
Icelandair
Mynd: Getty Images
UEFA hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem sambandið segist ennþá stefna á að spila EM á næsta ári í tólf borgum víðsvegar um Evrópu.

Í síðustu viku bárust fréttir af því að UEFA væri að skoða að halda allt mótið í Rússlandi vegna kórónuveirunnar.

Í tilkynningu UEFA segir að skipulag mótsins sé ennþá óbreytt og undirbúningur í fullum gangi en það muni koma betur í ljós þegar nær dregur hvort hægt verði að hafa áhorfendur.

Ísland mætir Ungverjalandi í næstu viku í hreinum úrslitaleik um sæti á EM.

Sigurliðið verður með Þýskalandi, Frakklandi og Portúgal í riðli en riðillinn verður spilaður í Þýskalandi og Ungverjalandi samkvæmt planinu í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner