Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 04. nóvember 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úlfur reiknaði frekar með að Magni myndi halda sér uppi
Lengjudeildin
Úr leik Magna og Þórs.
Úr leik Magna og Þórs.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þróttur heldur sér uppi.
Þróttur heldur sér uppi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmótinu var slaufað síðasta föstudag vegna kórónuveirufaraldursins.

Það voru tvær umferðir eftir í Lengjudeild karla og þrjú neðstu liðin jöfn að stigum. Magni og Leiknir F. féllu og Þróttur Reykjavík hélt sér uppi á markatölu. Þetta er annað tímabilið í röð sem Þróttur heldur sér uppi á markatölu.

Einungis munaði einu marki á Magna og Þrótti og voru Magnamenn með fleiri mörk skoruð. Því hefði eitt mark í hvaða leik sem er dugað fyrir Magna til þess að halda sætinu í deildinni.

Magni hafði haldið sér uppi tvö tímabil í röð en eins og staðan er núna mun liðið leika í 2. deild á næstu leiktíð.

„Ég reiknaði frekar með því að Magni myndi halda sér í deildinni heldur en þau lið sem eru í kring," sagði fótboltaþjálfarinn Úlfur Blandon í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag. „Svona í ljósi sögunnar, þeir hafa gert þetta áður."

„Ég hugsa að þeir hefðu náð að stilla sig betur af en hin liðin og þeir eiga söguna með sér. Þó að þeir hafi átt tvo erfiða leiki eftir þá er það þannig að þeir voru búnir að halda sínum útlendingum á meðan Vestri var búið að senda mikið af sínum leikmönnum heim og margir farnir í bæinn í skóla. Það hefði ekki komið mér á óvart ef Magni hefði haldið sér í deildinni."

Eitt augnablik sem Magnamenn munu væntanlega hugsa til baka til er vítaspyrna sem liðið fékk í uppbótartíma gegn Þór í 20. umferð í upphafi október. Sá leikur var hluti af síðustu umferðinni sem fór fram áður en mótinu var fyrst slegið á frest og svo í framhaldinu hætt. Staðan var 3-4 fyrir gestina í Þór á Grenivíkurvelli þegar Kairo Edwards-John steig á punktinn, stig var í boði.

Kairo klikkaði á punktinum, skaut vel framhjá markinu og Þórsarar fóru með sigur á hólmi.

„Þetta eru stórar ákvarðanir sem falla í fótboltanum. Maður veltir því fyrir sér hvernig einstaklingnum líður sem var á punktinum," sagði Úlfur.

„Það er líka hægt að horfa í leikinn sem þeir töpuðu 7-0. Þeir hefði flogið yfir þá á markatölu ef þeir hefðu haldið haus í þeim leik."

Leiknir F. tapaði líka 7-0 í leik gegn Leikni Reykjavík og þeir eru sex mörkum frá því að halda sér uppi.

„Þróttur var skotspónn margra í sumar. Þeim gekk hrikalega illa en ná með ótrúlegum hætti að bjarga sér, þó þeir hafi tapað einhverjum fimm leikjum í röð. Það er ótrúlegt að þeir haldi sér uppi. Hópurinn þeirra var þokkalega sterkur en margar rangar ákvarðanir teknar í aðdraganda mótsins, styrkingar á liðinu og annað."

Sjá einnig:
Magni vonar að ákvörðun KSÍ verði felld úr gildi

Hlusta má á útvarpsþáttinn í heild sinni hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Fótboltinn blásinn af
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner