Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 04. nóvember 2022 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ekki séð glaðara fólk á ævinni - Hugsaði ekki um að geta orðið meistari með Häcken
Þetta er sérstakt fyrir klúbbinn. Allir sem vinna fyrir félagið og allir í kringum það - ég hef ekki séð glaðara fólk á ævi minni
Þetta er sérstakt fyrir klúbbinn. Allir sem vinna fyrir félagið og allir í kringum það - ég hef ekki séð glaðara fólk á ævi minni
Mynd: Guðmundur Svansson
Þegar ég kom hérna út fyrir síðasta ár þá var ég ekki byrjaður að hugsa út í það að stefnan væri að verða sænskur meistari á þessum tíma sem ég væri hérna.
Þegar ég kom hérna út fyrir síðasta ár þá var ég ekki byrjaður að hugsa út í það að stefnan væri að verða sænskur meistari á þessum tíma sem ég væri hérna.
Mynd: Getty Images
Þótt maður stefnir alltaf hátt þá toppar þetta allt
Þótt maður stefnir alltaf hátt þá toppar þetta allt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
En er ekki stressið alltaf gott?
En er ekki stressið alltaf gott?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög sætt, að sjá alla mætta með einhverja hatta þegar leikurinn var að klárast og að bíða eftir að geta sprettað inn á völlinn til að fagna með okkur. Að vinna þetta í nágrannaslag gegn Gautaborg var mjög sætt," sagð Valgeir Lunddal Friðriksson sem varð sænskur meistari með Häcken síðasta sunnudag.

„Liðið var mjög vel stemmd komandi inn í þennan leik en ég var sjálfur búinn að vera frekar stressaður. En er ekki stressið alltaf gott? Það hjálpar manni held ég. Við erum búnir að æfa mjög vel og spila vel, þannig það gat eiginlega ekkert stoppað okkur."

Ein umferð er eftir af deildinni en með því að fá stig gegn Gautaborg var sænski meistaratitilinn í höfn. Häcken gerði gott betur en það og vann 0-4 sigur og lagði Valgeir upp eitt markanna.

„Stuðningsmenn voru orðnir mjög peppaðir fyrir þessu, vorum með mjög marga stuðningsmenn á þessum leik og það heyrðist vel í þeim."

Að vera orðinn sænskur meistari, hvernig er að heyra þessi orð? „Það er geðveikt," sagði Valgeir og hló. „Þegar ég kom hérna út fyrir síðasta ár þá var ég ekki byrjaður að hugsa út í það að stefnan væri að verða sænskur meistari á þessum tíma sem ég væri hérna. Þótt maður stefnir alltaf hátt þá toppar þetta allt."

Häcken endaði í 12. sæti í fyrra. Var einhver að spá því að þið yrðuð meistarar?

„Ég svo sem veit það ekki en mér finnst það ólíklegt. Það var kannski meira verið að spá okkur í Evrópubaráttu eða eitthvað þannig. En að vinna titilinn, ég held að það sé mjög sérstakt, sérstakt fyrir klúbbinn. Allir sem vinna fyrir félagið og allir í kringum það - ég hef ekki séð glaðara fólk á ævi minni."

Häcken er með 63 stig efir 29 leiki. Sigrarnir eru átján, jafnteflin níu og töpin einungis tvö - bæði á heimavelli. Liðið hefur unnið fimm síðustu leiki sína og hefur ekki tapað í síðustu fjórtán leikjum. „Þetta sýnir að við erum ógeðslega góðir og við áttum þetta skilið."

Hvernig var fagnað eftir leik á sunnudag?

„Það var beðið eftir okkur fyrir utan völlinn okkar, stuðningsmenn voru mættir með blys og það var vel fagnað. Þetta var bara geðveikt. Svo var boðið upp á mat og skálað í kampavíni."

Er eitthvað sem getur útskýrt það að þið farið upp um ellefu sæti milli tímabila?

„Á síðasta tímabili þá verða þjálfaraskipti um mitt tímabil. Þá vorum við í djúpum skít og þessir þjálfarar koma inn og þeir þurfa að ná í stig. Þeir ná einhvern veginn ekki að koma með sínar hugmyndir á framfæri því við þurfum að gera allt til að ná í stig. Svo á undirbúningstímabilinu náum við að mynda okkar leið til að spila fótbolta og það hvernig þjálfararnir settu það upp hefur reynst okkur mjög vel. Þetta er ekki mjög ólíkur hópur frá því í fyrra, það komu kannski 4-5 nýir menn inn en kjarninn frá því í fyrra er en til staðar. Ég held bara að þetta lið smellpassi saman og við erum að spila ógeðslega góðan fótbolta."

Per-Mathias Høgmo er þjálfari Häcken, hann er fyrrum þjálfari norska landsliðsins.

Valgeir segir að hann hafi byrjað að finna það á sér í lok tímabils að enginn væri að fara stoppa liðið, þrátt fyrir að liðið fengi á sig mörk. „Ég hugsaði að við værum á það góðu róli, að spila það góðan fótbolta að það væri ógeðslega erfitt að stoppa okkur. Maður getur samt ekki hugsað að maður geti ekki tapað leikjum, maður verður að vinna fyrir því og við svo sannarlega gerðum það."

Häcken er ekki stórt félag í Svíþjóð; AIK, Gautaborg, Djurgården og Malmö eru öll talsvert stærri félög.

„Eins og ég sagði áðan, að vinna titilinn er ótrúlega stórt fyrir félagið og ég held að þetta eigi eftir að gera félaginu gott til næstu ára. Maður er held ég ekki alveg að gera sér grein fyrir því hversu stórt þetta er fyrir liðið," sagði Valgeir.

Nánar var rætt við Valgeir um tímabilið hans. Hann var í stóru hlutverki á þessu tímabili eftir að hafa ekki spilað mjög mikið á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. Viðtalið við Valgeir má nálgast hér að neðan.
Valgeir Lunddal: Maður stefnir alltaf hátt en þetta toppar allt
Athugasemdir
banner
banner
banner