fös 04. nóvember 2022 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valur ræður íþróttasálfræðing - Kom til Íslands í gegnum Hallgrím
Arnar Grétarsson starfað með Thomas Danielsen hjá KA.
Arnar Grétarsson starfað með Thomas Danielsen hjá KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur hefur ráðið íþróttasálfræðinginn Thomas Danielsen til starfa hjá félaginu en þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

„Thomas mun sinna einstaklingsmiðaðri þjálfun og markmiðasetningu meistaraflokka knattspyrnudeildar ásamt því að vinna úr upplýsingum, greina og vinna upp úr þeim mælingum sem flokkarnir nota," segir í tilkynningu Vals.

Thomas hefur starfað hjá danska Ólympíusambandinu og danska fótboltaliðinu SönderjyskE ásamt því að vinna með fjölda afreksíþróttafólki.

Fyrr á þessu ári var Danielsen ráðinn í starf hjá KA þar sem hann vann með Arnari Grétarssyni, núverandi þjálfara Vals.

„Thomas tengist KA í gegnum Hallgrím Jónasson spilandi aðstoðarþjálfara KA en þeir kynntust og unnu saman er Hallgrímur lék sem atvinnumaður í Danmörku," sagði í fréttatilkynningu KA á þeim tíma. Hallgrímur er núna aðalþjálfari KA en Arnar tekur hann með sér á Hlíðarenda.


Athugasemdir
banner
banner