Cristiano Ronaldo, Mohamed Salah, William Saliba, Ten Hag, Lisandro Martinez, Victor Osimhen og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.
   mán 04. nóvember 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho brjálaður þrátt fyrir sigur: Viljum ekki þennan dómara aftur
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Portúgalski þjálfarinn José Mourinho var brjálaður eftir sigur Fenerbahce á útivelli gegn Trabzonspor í tyrkneska boltanum í gærkvöldi.

Mourinho fór í 8 mínútna viðtal að leikslokum og birti færslur á samfélagsmiðlum til að kvarta undan dómgæslunni.

Hann sakaði tyrkneska fótboltann um kerfisbundna spillingu og sagðist meðal annars vera sár út í stjórnendur Fenerbahce fyrir að hafa ekki útskýrt fyrir sér hversu spillt tyrkneska deildin væri í raun og veru áður en þeir réðu hann til starfa. Hann telur að það sé allt gert til að láta Galatasaray einoka Tyrklandsmeistaratitilinn.

Fenerbahce vann leikinn 2-3 þar sem bæði mörk Trabzonspor komu úr vítaspyrnum.

Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Mourinho þar sem hann gagnrýnir dómgæsluna í leiknum og þá sérstaklega VAR-dómarann.








Athugasemdir
banner
banner
banner