Portúgalski þjálfarinn José Mourinho var brjálaður eftir sigur Fenerbahce á útivelli gegn Trabzonspor í tyrkneska boltanum í gærkvöldi.
Mourinho fór í 8 mínútna viðtal að leikslokum og birti færslur á samfélagsmiðlum til að kvarta undan dómgæslunni.
Hann sakaði tyrkneska fótboltann um kerfisbundna spillingu og sagðist meðal annars vera sár út í stjórnendur Fenerbahce fyrir að hafa ekki útskýrt fyrir sér hversu spillt tyrkneska deildin væri í raun og veru áður en þeir réðu hann til starfa. Hann telur að það sé allt gert til að láta Galatasaray einoka Tyrklandsmeistaratitilinn.
Fenerbahce vann leikinn 2-3 þar sem bæði mörk Trabzonspor komu úr vítaspyrnum.
Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Mourinho þar sem hann gagnrýnir dómgæsluna í leiknum og þá sérstaklega VAR-dómarann.
Jose Mourinho’s 8 minute rant about the VAR official in the Fenerbahçe game is absolutely brilliant.
— george (@StokeyyG2) November 3, 2024
The Special One. pic.twitter.com/hwN3IHuE6r
Jose Mourinho is having his best time in Türkiye ????pic.twitter.com/C37ZUjF38a
— Troll Football (@TrollFootball) November 3, 2024
José Mourinho: "Not many people outside of Turkey watch Turkish league matches. I will post it on my Instagram and millions of people will see it."
— IM???????? (@Iconic_Mourinho) November 3, 2024
And then he posted this???? pic.twitter.com/Z26hyUtFVi
Fenerbahce got robbed the whole classic against Trabzonspor, because they're the biggest threat to Galatasaray's dominance.
— IM???????? (@Iconic_Mourinho) November 3, 2024
They won 3-2 anyway, and Mourinho exits the pitch with his fist up, being whistled by 40.000 people.
This is just the beggining.pic.twitter.com/4TgUGGTHjh
Athugasemdir