fös 04. desember 2020 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fríða semur við ÍA út næsta tímabil
Fríða gegn Aftureldingu í fyrra.
Fríða gegn Aftureldingu í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fríða Halldórsdóttir hefur framlengt samning sinn við ÍA út tímabilið 2021. Þetta kemur fram á Facebook-síðunni Knattspyrnufélag ÍA.

Fríða varð tvítug á þessu ári en þrátt fyrir ungan aldur hefur hún verið einn mikilvægasti leikmaður ÍA þar sem hún hefur spilað 84 leiki í deild og bikar og skorað í þeim tíu mörk.

Fríða lék í sumar sautján leiki í Lengjudeildinni og skoraði þrjú mörk þegar ÍA endaði í 8. sæti deildarinnar.

„Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur skagamenn og ekki síður fyrir kvennaknattspyrnuna á Akranesi að þessi öflugi leikmaður verður áfram í okkar herbúðum. Við óskum henni til hamingju og hlökkum til að sjá hana spila áfram í gula búningnum næsta sumar," segir í færslunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner