Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   fös 04. desember 2020 12:38
Elvar Geir Magnússon
Kári Árna: Vil frekar enda með gott bragð í munni
Kári í leik með Víkingi.
Kári í leik með Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Varnarmaðurinn reyndi Kári Árnason skrifaði í dag undir nýjan samning við Víking R. en hann ætlar að taka slaginn áfram með liðinu í Pepsi Max-deildinni næsta sumar. Kári viðurkennir að hann hafi íhugað að leggja skóna á hilluna.

„Eftir Ungverjaleikinn hugsaði maður 'af hverju er maður í þessu? Þetta eru eintóm vonbrigði alltaf.' Fljótlega eftir það fannst mér ég eiga eitt tímabil inni. Sérstaklega eftir að síðasta tímabili fór illa hjá okkur. Að sama skapi eru hæfileikar í þessu liði og þetta er áhugavert verkefni sem við erum að vinna. Það er ýmislegt sem við getum bætt og ég vil vera með í þeirri þróun," sagði Kári við Fótbolta.net í dag.

Víkingur endaði í 10. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar og stefnan er sett mun hærra á næsta ári.

„Að sjálfsögðu. Þetta verður varla lélegri árangur en í fyrra. Það hefur verið gaman að horfa á Víkingana á köflum og það er ýmislegt gott þarna. Að sama skapi er þetta árangurstengd íþrótt og við viljum ná árangi. Mér er sama hvernig þetta lítur út, svo lengi sem við vinnum leiki. Við þurfum að skoða hvað betur getur farið."

Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á fótboltann á þessu ári og Kári segir að það hafi haft áhrif á að hann vildi taka eitt tímabil til viðbótar.

„Já, vissulega. Þetta er búið að vera ár vonbrigða og frekar leiðinlegt ár. Þetta hefur verið stopp, start. Það er hægt að finna ýmsar ástæður fyrir því að við vorum ekkert voðalega góðir í sumar. Við litum mjög vel út á undirbúningstímabilinu, skoruðum 40 mörk og fengum eitt á okkur. Þetta snerist við þegar tímabilið byrjaði eftir Covid. Við gátum ekki skorað og fengum helling á okkur."

„Eftir leiðindar tímabil, sem endaði eins og það gerði, og eftir vonbrigðin í Ungverjalandi þá vil ég ekki enda minn feril á þeim nótum. Ég vil frekar enda með gott bragð í munninum heldur en að vera vonsvikinn, líta um öxl og sjá eftir að hafa ekki tekið 1-2 tímabil í viðbót og verið partur af einhverju sem vonandi gengur upp hjá okkur,"
sgaði Kári.

Hér að ofan má horfa á viðtalið í heild.
Athugasemdir
banner