Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
banner
   fös 04. desember 2020 12:38
Elvar Geir Magnússon
Kári Árna: Vil frekar enda með gott bragð í munni
Kári í leik með Víkingi.
Kári í leik með Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Varnarmaðurinn reyndi Kári Árnason skrifaði í dag undir nýjan samning við Víking R. en hann ætlar að taka slaginn áfram með liðinu í Pepsi Max-deildinni næsta sumar. Kári viðurkennir að hann hafi íhugað að leggja skóna á hilluna.

„Eftir Ungverjaleikinn hugsaði maður 'af hverju er maður í þessu? Þetta eru eintóm vonbrigði alltaf.' Fljótlega eftir það fannst mér ég eiga eitt tímabil inni. Sérstaklega eftir að síðasta tímabili fór illa hjá okkur. Að sama skapi eru hæfileikar í þessu liði og þetta er áhugavert verkefni sem við erum að vinna. Það er ýmislegt sem við getum bætt og ég vil vera með í þeirri þróun," sagði Kári við Fótbolta.net í dag.

Víkingur endaði í 10. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar og stefnan er sett mun hærra á næsta ári.

„Að sjálfsögðu. Þetta verður varla lélegri árangur en í fyrra. Það hefur verið gaman að horfa á Víkingana á köflum og það er ýmislegt gott þarna. Að sama skapi er þetta árangurstengd íþrótt og við viljum ná árangi. Mér er sama hvernig þetta lítur út, svo lengi sem við vinnum leiki. Við þurfum að skoða hvað betur getur farið."

Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á fótboltann á þessu ári og Kári segir að það hafi haft áhrif á að hann vildi taka eitt tímabil til viðbótar.

„Já, vissulega. Þetta er búið að vera ár vonbrigða og frekar leiðinlegt ár. Þetta hefur verið stopp, start. Það er hægt að finna ýmsar ástæður fyrir því að við vorum ekkert voðalega góðir í sumar. Við litum mjög vel út á undirbúningstímabilinu, skoruðum 40 mörk og fengum eitt á okkur. Þetta snerist við þegar tímabilið byrjaði eftir Covid. Við gátum ekki skorað og fengum helling á okkur."

„Eftir leiðindar tímabil, sem endaði eins og það gerði, og eftir vonbrigðin í Ungverjalandi þá vil ég ekki enda minn feril á þeim nótum. Ég vil frekar enda með gott bragð í munninum heldur en að vera vonsvikinn, líta um öxl og sjá eftir að hafa ekki tekið 1-2 tímabil í viðbót og verið partur af einhverju sem vonandi gengur upp hjá okkur,"
sgaði Kári.

Hér að ofan má horfa á viðtalið í heild.
Athugasemdir