Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   fös 04. desember 2020 12:38
Elvar Geir Magnússon
Kári Árna: Vil frekar enda með gott bragð í munni
Kári í leik með Víkingi.
Kári í leik með Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Varnarmaðurinn reyndi Kári Árnason skrifaði í dag undir nýjan samning við Víking R. en hann ætlar að taka slaginn áfram með liðinu í Pepsi Max-deildinni næsta sumar. Kári viðurkennir að hann hafi íhugað að leggja skóna á hilluna.

„Eftir Ungverjaleikinn hugsaði maður 'af hverju er maður í þessu? Þetta eru eintóm vonbrigði alltaf.' Fljótlega eftir það fannst mér ég eiga eitt tímabil inni. Sérstaklega eftir að síðasta tímabili fór illa hjá okkur. Að sama skapi eru hæfileikar í þessu liði og þetta er áhugavert verkefni sem við erum að vinna. Það er ýmislegt sem við getum bætt og ég vil vera með í þeirri þróun," sagði Kári við Fótbolta.net í dag.

Víkingur endaði í 10. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar og stefnan er sett mun hærra á næsta ári.

„Að sjálfsögðu. Þetta verður varla lélegri árangur en í fyrra. Það hefur verið gaman að horfa á Víkingana á köflum og það er ýmislegt gott þarna. Að sama skapi er þetta árangurstengd íþrótt og við viljum ná árangi. Mér er sama hvernig þetta lítur út, svo lengi sem við vinnum leiki. Við þurfum að skoða hvað betur getur farið."

Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á fótboltann á þessu ári og Kári segir að það hafi haft áhrif á að hann vildi taka eitt tímabil til viðbótar.

„Já, vissulega. Þetta er búið að vera ár vonbrigða og frekar leiðinlegt ár. Þetta hefur verið stopp, start. Það er hægt að finna ýmsar ástæður fyrir því að við vorum ekkert voðalega góðir í sumar. Við litum mjög vel út á undirbúningstímabilinu, skoruðum 40 mörk og fengum eitt á okkur. Þetta snerist við þegar tímabilið byrjaði eftir Covid. Við gátum ekki skorað og fengum helling á okkur."

„Eftir leiðindar tímabil, sem endaði eins og það gerði, og eftir vonbrigðin í Ungverjalandi þá vil ég ekki enda minn feril á þeim nótum. Ég vil frekar enda með gott bragð í munninum heldur en að vera vonsvikinn, líta um öxl og sjá eftir að hafa ekki tekið 1-2 tímabil í viðbót og verið partur af einhverju sem vonandi gengur upp hjá okkur,"
sgaði Kári.

Hér að ofan má horfa á viðtalið í heild.
Athugasemdir