Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 04. desember 2021 20:39
Brynjar Ingi Erluson
Lyngby vildi fá Viktor Karl - „Segir okkur svolítið hvað Freysi er að vinna með"
Viktor Karl Einarsson
Viktor Karl Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Lyngby
Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby í dönsku B-deildinni, vildi fá Viktor Karl Einarsson frá Breiðabliki en viðræðurnar strönduðu á kaupverðinu.

Viktor Karl var einn besti maður Blika á síðasta tímabili og var meðal annars í úrvalsliði ársins hjá Fótbolta.net.

Danska B-deildarfélagið Lyngby sýndi mikinn áhuga á að fá Viktor Karl en félagið hafði hins vegar ekki efni á að borga verðmiðann sem Blikar settu á hann.

„Freysi vildi fá Viktor Karl frá Blikum og yfir til Lyngby. Það strandaði á því að Lyngby er ekki með budget til að kaupa hann frá Breiðabliki og þá einfaldlega dó þetta," sagði Elvar Geir í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

Tómas Þór Þórðarson, annar stjórnanda útvarpsþáttarins, segir að þetta gefi skýrari mynd af því sem Freyr er að vinna með hjá Lyngby.

„Segir okkur samt eitthvað um það sem Freysi er að vinna með að þeir geta ekki keypt leikmenn frá Íslandi. Þeir sjá kannski ekki Viktor Karl taka næsta skref mögulega en ég myndi halda að hann geti það ef hann færi til Freysa og fengi handleiðslu og fengi að spila í dönsku B-deildinni."

„Þegar þeir hafa verið að selja þessa ungu stráka og fara fyrir lítið og fá prósentu af næstu sölu því margir af þessum strákum eru að taka annað skref. En væntanlega hafa þeir viljað fá svolítinn pening fyrir Viktor Karl og þú leysir hann ekkert af fyrir þrjár milljónir. Þannig maður skilur að þeir hafi ekki átt fyrir honum en aftur á móti segir það okkur líka svolítið hvað Freysi er að vinna með hjá Lyngby,"
sagði Tómas.
Útvarpsþátturinn - Ferðalag til Englands, Jón Daði og Víkingar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner