Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 04. desember 2021 23:25
Brynjar Ingi Erluson
„Þetta er óásættanlegt og ófagmannlegt af McCarthy"
Alex McCarthy
Alex McCarthy
Mynd: EPA
Ralph Hasenhüttl var óánægður með McCarthy
Ralph Hasenhüttl var óánægður með McCarthy
Mynd: Getty Images
Ralph Hasenhüttl, stjóri Southampton, ausaði yfir enska markvörðinn Alex McCarthy og sagðist efast um fagmennsku hans eftir 1-1 jafnteflið gegn Brighton í dag.

Neil Maupay skoraði jöfnunarmark Brighton þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Brighton fékk aukaspyrnu og hljóp James Ward-Prowse á vinstri stöngina þar sem McCarthy treysti sér ekki til að verja allt markið.

Markvörðurinn laug að stjóranum og sagðist ekki þurfa skiptingu vegna meiðsla aftan í læri en meiðslin voru töluvert alvarlegri.

Ward-Prowse spilaði því Maupay réttstæðan í markinu er boltinn barst aftur inn á teig og kostaði það Southampton stig.

„Ef þú ert með markmann sem er ekki hundrað prósent klár á þessu augnabliki og getur ekki hoppað þá sendir þú annan mann í staðinn og þá er frákastið alltaf rangstaða en Prowsey er þarna þannig hann fær frítt skot á markið. Við getum ekki sætt okkur við þetta. Hann verður að segja við okkur að hann getur ekki hoppað og þá getum við tekið skiptinguna," sagði Hasenhüttl.

„Við áttum eina skiptingu eftir og ég hefði getað sett annan markvörð í staðinn. Alex verður að vera meiri fagmaður en þetta og það er það sem ég saknaði frá honum í svona leik."

„Þetta var erilsamt í lokin en þetta er ástæðan fyrir því að ég geymi stundum skiptingarnar og sérstaklega útaf svona leikjum eins og í dag. Ef þú skiptir of snemma þá getur þú lent í því að vera einum manni færri."

„Í dag átti ég eina breytingu og ég gat ekki notað hana því hann sagði ekkert og það er óásættanlegt. Alex gæti nú verið lengi frá og Fraser Forster er einnig meiddur."

„Í stöðu þar sem við spiluðum frábærum leik og sérstaklega á fyrstu 45 mínútununum og vorum með öll völd á leiknum, þá líður okkur ekki eins og sigurvegurum í dag því við gerðum jafntefli. Þetta er skelfilegt og erfitt að sætta sig við,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner