Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 04. desember 2021 17:29
Brynjar Ingi Erluson
Víðir valdi De Bruyne bestan - Messi númer þrjú og Lewandowski fjögur
Kevin de Bruyne
Kevin de Bruyne
Mynd: Getty Images
Víðir Sigurðsson, yfirmaður íþróttadeildar Morgunblaðsins, valdi belgíska miðjumanninn Kevin de Bruyne bestan í kjörinu um gullknöttinn (Ballon d'Or). Lionel Messi var í þriðja sæti og Robert Lewandowski í fjórða.

Blaðamenn frá 180 mismunandi löndum standa að valinu á verðlaununum en Lionel Messi vann sjöunda gullknöttinn á þessu ári á meðan Lewandowski hafnaði í öðru sæti.

Víðir hefur verið fulltrúi Íslands til margra ára, bæði þegar það kemur að Ballon d'Or og í vali FIFA á besta leikmanni heims.

Hann valdi áhugaverðan fimm manna lista fyrir Ballon d'Or í ár en Kevin de Bruyne er þar efstur. De Bruyne vann ensku úrvalsdeildina og deildabikarinn með Manchester City, auk þess sem liðið komst í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Jorginho, miðjumaður Chelsea, er í öðru sæti. Hann vann Meistaradeildina með Chelsea og Evrópumótið með Ítalíu auk þess sem hann komst í úrslitaleik enska bikarsins. Lionel Messi er í þriðja, Robert Lewandowski í fjórða og svo N'golo Kanté í fimmta sæti.

Brasilíski blaðamaðurinn Clébar Machado setti einnig De Bruyne efstan á sinn lista. Karim Benzema var efstur hjá fjölmörgum og þá komst danski varnarmaðurinn Simon KJær í topp fimm hjá sjö blaðamönnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner