Nottingham Forest staðfesti í morgun að Gustavo Scarpa sé genginn til liðs við félagið en þessi 28 ára gamli Brasilíumaður gengur til liðs við félagið á frjálsri sölu frá Palmeiras í heimalandinu.
Scarpa er greinilega mikill áhugamaður um hjólabretti en hann var með brettið með sér þegar hann var kynntur hjá félaginu.
Einnig gengur myndband um á samfélagsmiðlum þar sem Scarpa sýnir listir sínar á hjólabretti um götur Nottingham.
Scarpa var valinn besti leikmaður efstu deildarinnar í Brasilíu á ný afstaðinni leiktíð en Palmeiras varð meistari í 11. sinn í sögunni.
One of the best players from Brazil Serie A moving to Forest and skateboarding around Nottingham. Class 🤌pic.twitter.com/SYdzlcVVf3
— Liam Henshaw (@HenshawAnalysis) December 3, 2022
Athugasemdir