
Enski miðjumaðurinn Jordan Henderson var rétt í þessu að koma Englendingum í 1-0 gegn Senegal.
Senegalska liðið var búið að skapa sér tvö dauðafæri í leiknum áður en Englendingar tóku við sér.
Enska liðið hafði ekki skapað sér neitt af viti áður en Bellingham slapp inn fyrir vinstra megin og lagði boltann til hliðar á Henderson sem skoraði.
Þetta er fyrsta mark Henderson á mótinu en það má sjá hér fyrir neðan.
England er komið yfir í leiknum en það er Jordan Henderson sem skorar á 37. mínútu pic.twitter.com/MD5mKt81Tr
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 4, 2022
Athugasemdir