Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   sun 04. desember 2022 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Southgate: Maguire veit að við höfum mikla trú á honum
Harry Maguire
Harry Maguire
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, er í skýjunum með frammistöðu Harry Maguire á heimsmeistaramótinu en hann segir að varnarmaðurinn sé aftur kominn í sitt besta form eftir erfiða tíma.

Maguire hefur verið gagnrýndur harðlega í fjölmiðlum síðustu tvö ár og þá sérstaklega fyrir frammistöðu sína með Manchester United.

Hann missti sæti sitt í liðinu eftir að Erik ten Hag tók við í sumar en hollenski stjórinn hefur þó nýtt sér krafta hans í nokkrum leikjum.

Southgate hefur getað treyst á Maguire á síðustu tveimur stórmótum, þar sem England komst í undanúrslit á HM í Rússlandi og svo í úrslit Evrópumótsins á Englandi á síðasta ári.

Maguire hefur átt gott mót með Englandi í Katar og er Southgate ánægður að hann sé kominn yfir erfiðleikana. England spilar við Senegal í 16-liða úrslitum í kvöld.

„Hann er góður leikmaður. Hann veit að við höfum mikla trú á honum og hann hefur spilað frábærlega fyrir England á þessum tveimur mótum þar sem við höfum náð rosalegum framförum sem þjóð. Hann hefur verið svolítið óheppinn með stjóraskipti og hugmyndafræði og þá meiðst á erfiðum tíma.“

„Hann hefur misst aðeins úr en eins og með flesta gæðaleikmenn þá snýst þetta um sjálfstraust. Þú getur séð það þegar hann spilar með okkur. Við spilum leikkerfi sem hentar honum og hann finnur fyrir hlýjunni frá stuðningsmönnunum, það var alveg ljóst eftir leikinn um daginn. Það var geggjað að sjá það því það hefur ekki alltaf verið þannig síðustu mánuði með enska landsliðinu. Hann er kominn yfir þetta og núna hjálpað til við að búa til mikilvægan grunn í liðinu,“
sagði Southgate.
Athugasemdir
banner
banner