Chiesa mögulegur arftaki Kvaratskhelia - Delap og Zirkzee orðaðir við Juventus
   mán 04. desember 2023 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Tvenna, þrenna og ferna í upphafi desember
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það hafa ýmsir æfingaleikir farið fram hér á landi þar sem undirbúningstímabilið langa er farið af stað.

Grindavík spilaði við ÍBV á Álftanesi um mánaðamótin og unnu þar góðan sigur með þremur mörkum gegn tveimur.

Adam Árni Róbertsson, fyrrum leikmaður Keflavíkur sem Grindavík keypti af Þrótti R. í sumar, skoraði tvennu fyrir Grindvíkinga í sigrinum, en upplýsingar um aðra markaskorara hafa ekki borist.

Haukar heimsóttu þá ÍA upp á Akranes og unnu frækinn sigur í fimm marka leik þökk sé þrennu frá Luis Carlos Cabrera, 21 árs leikmanni sem er uppalinn hjá Val.

Róbert Elís Hlynsson, fæddur 2007, skoraði þá eina mark ÍR í 3-1 tapi gegn Aftureldingu á meðan Ægir rúllaði yfir KH með átta mörkum gegn þremur.

Að lokum vann Fylkir auðveldan sigur gegn Fram í kvennaflokki, þar sem Guðrún Karítas Sigurðardóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði fernu. Elísa Björk Hjaltadóttir komst einnig á blað.

ÍBV 2 - 3 Grindavík
Mörk Grindavíkur:
Adam Árni Róbertsson (2)

ÍA 2 - 3 Haukar
Mörk Hauka:
Luis Carlos Cabrera (3)

Afturelding 3 - 1 ÍR
Mark ÍR:
Róbert Elís Hlynsson

KH 3 - 8 Ægir

Fylkir 5 - 0 Fram
Guðrún Karítas Sigurðardóttir (4)
Elísa Björk Hjaltadóttir
Athugasemdir
banner
banner
banner