Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 05. janúar 2020 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Fótbolti ekki lengur í forgangi hjá Bale"
Gareth Bale.
Gareth Bale.
Mynd: Getty Images
Fabio Capello, fyrrum stjóri Real Madrid, telur að Gareth Bale sé ekki lengur með fulla einbeitingu á fótbolta.

Bale er á mála hjá Real Madrid og hefur verið það frá 2013 þegar hann kom frá Tottenham fyrir það sem var þá heimsmetsfé. Hann hefur afrekað mikið hjá Real og unnið Meistaradeildina til að mynda fjórum sinnum.

Zinedine Zidane vildi losna við Bale síðasta sumar og var hann næstum því farinn til Kína, en það varð á endanum ekkert af því. Zidane sagði nýlega að hann vildi halda Bale.

Bale, sem er þrítugur, er ekki í miklum hjá stuðningsmönnum Real sem hafa mikið baulað á hann á þessu tímabili. Hann reitti marga til reiði eftir að Wales tryggði sig inn á EM í nóvember er hann hélt á borða sem á stóð: „Wales, golf, Real Madrid - í þessari röð."

Þar var vitnað í þá umræðu sem hefur verið í gangi um að Bale finnist mun skemmtilegra að spila með landsliði sínu en félagsliði og að hann vilji frekar spila golf í Madríd en að leik með Real Madrid.

Capello, sem er einnig fyrrum landsliðsþjálfari Englands, sagði við Daily Mail: „Bale er mögulega stórkostlegur leikmaður. Ég hef þann grun að fótbolti sé ekki lengur í forgangi í hans lífi."

„Ég kann vel við hann sem leikmann. Hann er sterkur og fljótur, fullkominn fyrir nútímafótbolta. En ef þú vilt vera meistari í dag, þá þarftu að vera 100% einbeittur á íþróttalíf þitt."

Bale hefur aðeins byrjað níu deildarleliki á tímabilinu, en meiðsli hafa eitthvað sett strik í reikninginn hjá honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner