Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 05. janúar 2021 18:52
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Tottenham og Brentford: Kane og Son byrja
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho teflir fram afar sterku byrjunarliði fyrir undanúrslitaleik deildabikarsins gegn Championship-liði Brentford í kvöld.

Í heildina gerir hann fimm breytingar frá sigrinum gegn Leeds um helgina, þrjár breytingar á varnarlínunni og tvær framar á vellinum.

Serge Aurier, Davinson Sanchez og Sergio Reguilon koma inn í varnarlínuna á meðan Moussa Sissoko og Lucas Moura finna sér einnig sæti í byrjunarliðinu.

Hvorki Erik Lamela né Giovani Lo Celso eru í hóp eftir að hafa brotið samkomureglur til að snæða saman um jólin, Reguilon var einnig í því kvöldmatarboði en fær að byrja í kvöld.

Það er allt undir hjá Brentford sem er í toppbaráttu Championship deildarinnar og verður áhugavert að sjá hvað lærisveinar hins danska Thomas Frank gera gegn stórliði Tottenham.

Tottenham: Lloris, Aurier, Sanchez, Dier, Reguilon, Hojbjerg, Sissoko, Ndombele, Lucas, Son, Kane.
Varamenn: Hart, Alderweireld, Davies, Tanganga, Winks, White, Dele, Bergwijn, Vinicius

Brentford: Raya, Dalsgaard, Pinnock, Sörensen, Henry, Janelt, Dasilva, Jensen, Mbeumo, Canos, Toney
Varamenn: Daniels, Emiliano, Forss, Ghoddos, Fosu, Roerslev, Stevens, Gilbert, Haygarth
Athugasemdir
banner
banner