Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 05. janúar 2021 15:28
Elvar Geir Magnússon
Owen spáir úrslitaleik milli Tottenham og Man Utd
Michael Owen.
Michael Owen.
Mynd: Getty Images
Tottenham mætir Brentford í undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld en annað kvöld verður leikur Manchester United og Manchester City.

Um verður að ræða eins leiks einvígi um að komast í úrslitaleikinn en ekki tveggja leikja, vegna leikjaálagsins.

Michael Owen spáir því að undanúrslitaleikirnir verði skemmtilegir.

„Bæði Manchester liðin eru í frábæru formi fyrir þessa undanúrslitaleiki. Manchester City hefur verið á uppleið og Manchester United er ósigrað í síðustu sjö leikjum," segir Owen.

„Áhugavert er að City hefur mistekist að skora í síðustu fjórum heimsóknum sínum á Old Trafford. United verður væntanlega með sama lið og vann Aston Villa fyrir utan að Dean Henderson mun verja markið."

Owen spáir naumum sigri United sem muni mæta Tottenham í úrslitum því hann spáir Spurs 3-1 sigri gegn Brentford.

„Við vitum það öll að deildabikarinn er í miklum metum hjá Jose Mourinho og hann mun stilla upp mjög sterku liði. Gæðin hjá Tottenham eru einfaldlega of mikil fyrir Brentford," segir Owen.
Athugasemdir
banner
banner
banner