Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 05. janúar 2022 22:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Conte: Við þurfum að klappa fyrir Chelsea
Mynd: EPA
Tottenham tapaði 2-0 gegn Chelsea á Stamford Bridge í fyrri leik liðanna í undankeppni enska deildarbikarsins í kvöld.

Antonio Conte stjóri Tottenham og fyrrum stjóri Chelsea hrósaði heimamönnum í hástert í viðtali við Sky Sports eftir leikinn.

„Ég er alltaf hreinskilinn við leikmennina mína, þeir [Chelsea] voru miklu betri en við og þess vegna þurfum við að klappa fyrir þeim. Maður kemst ekkert á því að ljúga. Þeir sýndu það að þeir eru miklu betra lið en við," sagði Conte.

Hann segir að það sé verk að vinna hjá Tottenham.

..Við þurfum að vera þolinmóð, það er ómögulegt að breyta ástandinu í einum félagsskiptaglugga, það er verk að vinna hjá Tottenham, ég endurtek, það er mikilvægt að vera þolinmóður."

Liðin mætast aftur á heimavelli Tottenham þann 12 janúar og þá kemur í ljós hvort liðið mætir Liverpool eða Arsenal í úrslitum en viðureign þeirra sem fram átti að fara á morgun á Anfield hefur verið frestað til 13. janúar vegna smita í herbúðum Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner