Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 05. janúar 2022 12:08
Elvar Geir Magnússon
Svona gæti Newcastle litið út í lok janúar
Mögulegt lið Newcastle eftir gluggann.
Mögulegt lið Newcastle eftir gluggann.
Mynd: Mirror
Eddie Howe, stjóri Newcastle.
Eddie Howe, stjóri Newcastle.
Mynd: EPA
Kemur Gabigol frá Brasilíu.
Kemur Gabigol frá Brasilíu.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Newcastle United vissu alltaf að janúar yrði stór mánuður fyrir félagið eftir að Sádi-Arabarnir keyptu félagið. Liðið er í harðri baráttu um að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni.

Kieran Trippier er fyrsti leikmaðurinn sem keyptur er til félagsins í þessum glugga en morgunljóst er að hann verður alls ekki sá síðasti.

Mirror hefur skoðað hvernig lið Eddie Howe gæti litið út þegar glugganum verður lokað.

Markvarsla og vörn
Útlit er fyrir að Martin Dubravka markvörður geti verið nokkuð rólegur með sína stöðu en varnarleikur Newcastle hefur verið afskaplega dapur og fyrir framan hann má búast við miklum breytingum.

Lucas Digne, bakvörður Everton, er orðaður við Newcastle en gæti fengið samkeppni frá Chelsea um franska landsliðsmanninn þar sem Ben Chilwell er meiddur.

Jamaal Lascelles gæti haldið sæti sínu. Newcastle hefur verið orðað við Hollendinginn Sven Botman hjá Lille en nýjustu fréttir herma þó að franska félagið ætli ekki að selja hann í janúar.

Möguleiki er á að Tosin Adarabioyo gæti komið frá Fulham en hann stóð sig vel í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Miðja
Eitt af forgangsmálum Newcastle er að fá inn varnartengilið til að aðstoða öftustu línu. Liðið hefur fengið á sig 42 mörk í 19 leikjum. Boubacar Kamara miðjumaður Marseille er orðaður við liðið en samningur hans við franska félagið rennur út næsta sumar. Joelinton hefur staðið sig vel á miðjunni en hvort hann sé langtímalausn er óvíst.

Hollendingurinn Donny van de Beek hjá Manchester United er ósáttur við lítinn spiltíma og Newcastle gerir mögulega tilboð.

Sókn
Það hafa ekki verið margir ljósir punktar á tímabilinu hjá Newcastle en Callum Wilson og Allan Saint-Maximin hafa séð til þess að liðið sé ekki í enn verri málum. Báðir eru þeir þó meiðslagjarnir.

Það er hægara sagt en gert að fá almennilegan sóknarmann til að skella sér í fallbaráttu. Gabriel Barbosa, Gabigol, hefur skorað eins og enginn sé morgundagurinn fyrir Flamengo. Hann vill komast aftur til Evrópu efitir misheppnaða dvöl há Inter.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner