Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 05. janúar 2022 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Um leið og ég byrja lofa því þá gæti ég verið að ljúga að einhverjum"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framundan eru tveir leikir hjá A-landsliði karla. Liðið mætir Suður-Kóreu og Úganda í tveimur vináttuleikjum.

Fótbolti.net ræddi við Arnar Þór Viðarsson, þjálfara landsliðsins, í dag og spurði hann út í verkefnið.

Munu allir leikmenn í hópnum fá tækifæri inn á vellinum í þessum leikjum?

„Maður leggur upp með það að gefa öllum tækifæri, það er einfaldlega þannig - maður lofar aldrei. Ég er rosalega spenntur að fá að kynnast þeim leikmönnum sem eru að koma inn í fyrsta skiptið. Þetta eru allt leikmenn sem ég hef verið spenntur fyrir, hvort sem þeir eru að spila á Íslandi eða úti," sagði Arnar.

„Þetta eru allt leikmenn sem ég hef verið að fylgjast mikið með undanfarna mánuði. Það mikilvægasta fyrir mér er að fá að kynnast persónuleikunum og hvernig þeir fúnkera í þessu landsliðsumhverfi. Maður vill að sjálfsögðu gefa öllum mínútur en um leið og ég byrja lofa því þá gæti ég verið að ljúga að einhverjum."

Sjá einnig:
Janúarhópur Íslands - Tíu sem hafa ekki spilað landsleik
Arnar flýtir sér hægt í leit að aðstoðarmanni
Nokkur félög hleyptu ekki mönnum í verkefnið
Böddi og DKÓ komu til greina - Gott fyrir Davíð Snorra
Leitar í reynslu Damirs - „Fundist hann vera að yngjast með árunum"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner