Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 05. febrúar 2023 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Moyes: Rice mun fara fyrir metfé ef hann verður seldur
Mynd: EPA

Declan Rice átti flottan leik er West Ham gerði 1-1 jafntefli við Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær og var David Moyes, stjóri West Ham, kátur að leikslokum.


Hann var spurður út í miðjumanninn Declan RIce sem er landsliðsmaður Englands og algjör lykilmaður á miðju Hamranna. Arsenal, Chelsea, Liverpool og fleiri félög hafa sýnt Rice áhuga í gegnum tíðina en verðmiðinn er alltof hár.

„Það leikur enginn vafi á því að Declan mun verða topp leikmaður. Hann mun fara fyrir breskt metfé ef hann verður nokkurn tímann seldur frá West Ham," sagði Moyes eftir jafnteflið.

Rice er 24 ára fyrirliði West Ham og á 224 leiki að baki fyrir félagið. Hann á ekki nema 18 mánuði eftir af samningnum og er sagður hafa hafnað nýju samningstilboði Hamranna.

„Ég vona að hann skrifi undir nýjan samning og verði áfram hérna."

Chelsea borgaði 107 milljónir punda fyrir Enzo Fernandez, miðjumann Benfica og argentínska landsliðsins, á dögunum. Moyes telur að Rice muni kosta talsvert meira þegar hann verður seldur á milli félaga.

West Ham er óvænt í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar, með 19 stig eftir 21 umferð. Félagið gæti neyðst til að selja Rice með afslætti næsta sumar til að missa hann ekki frítt í júní 2024.


Athugasemdir
banner
banner
banner