Spænski leikmaðurinn Alejandro Zambrano hefur framlengt samning sinn við Davlík/Reyni út tímabilið en þetta kemur fram í tilkynningu félagsins.
Zambrano er fæddur árið 1991 og kom fyrst til landsins árið 2019.
Þá samdi hann við Aftureldingu og spilaði með liðinu bæði 2019 og tvo leiki árið 2020 áður en hann hélt aftur til heimalandsins.
Á síðasta ári sneri hann aftur til Íslands og samdi við Dalvík/Reyni, en hann lék 21 leik er liðið féll niður úr Lengjudeildinni.
Félagið greinir frá því á samfélagsmiðlum að hann sé afar ánægður með dvöl sína á Íslandi og mun því taka slaginn áfram með liðinu í 2. deild á komandi leiktíð.
„Það er engin þörf á því að horfa annað ef þú ert ánægður á þeim stað sem þú ert á. Allir saman!“ sagði Alejandro undir tilkynningu félagsins.
Athugasemdir