Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
   mið 05. febrúar 2025 23:07
Ívan Guðjón Baldursson
Lemina kominn til Galatasaray (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Tyrkneska stórveldið Galatasaray er búið að festa kaup á miðjumanninum Mario Lemina sem var að renna út á samningi hjá Wolves.

Galatasaray er talið greiða um 3 milljónir punda fyrir Lemina, sem er 31 árs gamall.

Lemina hóf tímabilið sem fyrirliði Wolves en missti bandið sitt í vetur eftir hegðun sína í tapleik gegn Ipswich Town. Nú er hann kominn yfir til Galatasaray í annað sinn á ferlinum eftir að hafa leikið þar á láni frá Southampton tímabilið 2019-20.

Lemina er varnarsinnaður miðjumaður sem hefur meðal annars leikið fyrir Juventus og Marseille á ferlinum. Hann var landsliðsmaður U21 og U20 liða Frakklands en fékk aldrei tækifæri með A-landsliðinu og leikur því fyrir landslið Gabon.

Hann gerir eins og hálfs árs samning við Galatasaray, með möguleika á eins árs framlengingu, og verður samherji leikmanna á borð við Mauro Icardi, Victor Osimhen og Álvaro Morata.

Galatasaray trónir á toppi tyrknesku deildarinnar með 6 stiga forystu og mætir AZ Alkmaar í 24-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Lemina spilaði 17 úrvalsdeildarleiki með Wolves á fyrri hluta tímabilsins. Hann hefur í heildina spilað 77 leiki á tveimur árum í Wolverhampton.


Athugasemdir
banner
banner