Memphis Depay hefur verið úrskurðaður í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi eftir að hann keyrði undir áhrifum áfengis í Mónakó.
Memphis, sem spilar í dag með Corinthians í Brasilíu, var handtekinn þann 6. ágúst síðastliðinn.
Memphis, sem spilar í dag með Corinthians í Brasilíu, var handtekinn þann 6. ágúst síðastliðinn.
Hann var handtekinn klukkan 5:30 um morguninn og var með mikið magn áfengis í blóði sínu.
Memphis, sem er þrítugur, var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna í Mónakó í dag.
Hann fékk líka 2000 evra sekt og tveggja ára akstursbann.
Memphis játaði sök í málinu en hann gæti enn áfrýjað niðurstöðu dómsins.
Athugasemdir