Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
   mið 05. febrúar 2025 11:00
Elvar Geir Magnússon
Staðfest að Trent verður ekki með gegn Spurs
Mynd: Getty Images
Arne Slot, stjóri Liverpool, staðfestir að Trent Alexander-Arnold verður ekki með gegn Tottenham í deildabikarnum annað kvöld.

Á morgun mætast liðin á Anfield en fyrri leikurinn endaði með 1-0 sigri Spurs.

Trent þurfti að fara af velli vegna meiðsla í sigri Liverpool gegn Bournemouth á laugardag.

„Hann verður ekki með á morgun en sjáum til með sunnudaginn," segir Slot en Liverpool heimsækir Plymouth í FA-bikarnum á sunnudaginn.

„Hann fann fyrir sársauka í fætinum. Hann er mættur út á æfingagrasið með sjúkraþjálfara og við sjáum hversu langan tíma þetta mun taka."

Á fréttamannafundinum var Slot spurður hvort Alisson Becker eða Caoimhin Kelleher yrði á markinu á morgun en Hollendingurinn vildi ekkert gefa upp um það.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner