Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
   mið 05. febrúar 2025 10:00
Elvar Geir Magnússon
Spáir úrslitaleik Newcastle og Liverpool
Bruno Guimaraes, leikmaður Newcastle.
Bruno Guimaraes, leikmaður Newcastle.
Mynd: EPA
Meiðslavandræði Tottenham eru engu lík.
Meiðslavandræði Tottenham eru engu lík.
Mynd: EPA
Seinni leikirnir í undanúrslitum enska deildabikarsins, Carabao bikarsins, eru spilaðir í þessari viku.

Í kvöld klukkan 20 tekur Newcastle á móti Arsenal og er í góðri stöðu eftir 2-0 sigur í fyrri leiknum. Á morgun mætast Liverpool og Tottenham en fyrri leikurinn endaði með 1-0 sigri Spurs.

Tölfræðisérfræðingurinn Ben McAleer hjá WhoScored og Guardian spáir því að Newcastle og Liverpool fari í úrslitaleikinn á Wembley.

Spáir 1-2 tapi en að Newcastle fari samt áfram
Það eru góðar fréttir fyrir Newcastle því Bruno Guimaraes og Fabian Schär eru klárir í slaginn eftir að hafa misst af fyrri leiknum. Búist er við að Joelinton missi af leiknum vegna hnémeiðsla. Hjá Arsenal eru Bukayo Saka, Ben White, Gabriel Jesus og Takehiro Tomiyasu enn fjarverandi.

„Arsenal er með vind í seglunum en hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum á St James’ Park. Stuðningsmenn Newcastle hafa ekki séð liðið sitt vinna stóran titil í 70 ár svo það verður rosaleg stemning á vellinum. Liðið fær ekki mikið betra tækifæri en þetta," segir McAleer sem spáir 1-2, útisigri Arsenal, en þá kemst Newcastle samtals áfram 3-2.

Spáir Liverpool áfram með 3-1 sigri
Þá spáir hann því að Liverpool vinni með tveggja marka mun á Anfield og þar með einvígið samanlagt 3-2.

Meiðslalisti Ange Postecoglou er langur og lengdist enn frekar þegar Radu Dragusin sleit krossband og spilar ekki meira á tímabilinu. Dominic Solanke, Cristian Romero, James Maddison, Timo Werner, Brennan Johnson, Destiny Udogie og Guglielmo Vicario eru allir fjarverandi og þá gæti Micky van de Ven einnig misst af leiknum.

Kevin Danso og Mathys Tel, sem komu fyrir gluggalok, gætu spilað sinn fyrsta leik fyrir Spurs.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner