Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
   mið 05. febrúar 2025 22:44
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Leverkusen í undanúrslit eftir framlengingu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Leverkusen 3 - 2 Köln
0-1 Damion Downs ('45+10)
0-2 Linton Maina ('54)
1-2 Patrick Schick ('61)
2-2 Patrick Schick ('96)
3-2 Victor Boniface ('98)

Bayer Leverkusen tók á móti Köln í 8-liða úrslitum þýska bikarsins og úr varð gríðarlega spennandi slagur þar sem gestirnir frá Köln komust í tveggja marka forystu.

Damion Downs skoraði fyrra markið seint í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir langan bolta upp völlinn frá markverðinum.

Í síðari hálfleik tvöfaldaði Linton Maina, sem átti stóran þátt í fyrra markinu, forystuna eftir frábæra sendingu frá Downs. Maina átti magnað hlaup til að sleppa innfyrir háa varnarlínu Leverkusen í skyndisókn. Hann gerði mjög vel að leika á síðasta varnarmann heimamanna áður en hann skoraði.

Heimamenn í liði Leverkusen skiptu um gír eftir seinna mark Kölnar og minnkaði Patrick Schick muninn eftir góðan undirbúning frá Florian Wirtz á 61. mínútu.

Leverkusen bankaði og bankaði á dyrnar og tókst loks að skora jöfnunarmark á 96. mínútu. Schick var aftur á ferðinni og skoraði í þetta skiptið með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá Jeremie Frimpong.

Með þessu marki tókst Schick að framlengja viðureignina og voru leikmenn Leverkusen sterkari aðilinn í framlengingunni. Victor Boniface skoraði eftir fyrirgjöf á 98. mínútu og fengu gestirnir frá Köln engin færi.

Köln setti boltann í netið í síðari hálfleik framlengingarinnar en ekki dæmt mark vegna rangstöðu. Lokatölur 3-2 eftir magnaða endurkomu Leverkusen.

Leverkusen er annað liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum eftir Stuttgart.
Athugasemdir
banner
banner