Franski sóknartengiliðurinn Rayan Cherki var gríðarlega eftirsóttur í janúarglugganum og kom til greina að hann færi til Borussia Dortmund, en eigandi Lyon tók U-beygju og neitaði að selja leikmanninn.
Cherki er 21 árs gamall og þekkir ekkert annað en að spila með Lyon en aðeins 16 ára gamall spilaði hann sin fyrsta leik fyrir félagið og síðan þá hefur hann spilað rúma 160 leiki til viðbótar.
Í september á síðasta ári framlengdi hann samning sinn til 2026, en mikill áhugi hefur verið á Frakkanum undanfarið og var Borussia Dortmund meðal annars í viðræðum um hann.
Leikmaðurinn vildi þá komast frá félaginu eftir að skilaboðum John Textor, eiganda félagsins, var lekið á samfélagsmiðla, en þar kallaði hann Cerki og föruneyti hans rasshausa.
Dortmund reyndi hvað það gat til að fá Cherki en Textor reyndist ómögulegur þegar aðilarnir ræddu saman.
„Við höfnuðum tilboði Borussia Dortmund og ætlum við ekki að halda áfram viðræðum né ræða við önnur félög,“ sagði Textor.
Sebastien Kehl, framkvæmdastjóri Dortmund, sagðist ekki ætla í sandkassaleik við Lyon í fjölmiðlum.
„Það voru viðræður við Lyon um Cherki. Við vildum fá hann, en kom ekki því það náðist ekki samkomulag. Við ætlum ekki að blanda okkur í þennan sandkassaleik Lyon í fjölmiðlum,“ sagði Kehl.
Athugasemdir