Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 05. mars 2021 11:27
Magnús Már Einarsson
Marek Hamsik á leið í Gautaborg
Marek Hamsik er goðsögn hjá Napoli
Marek Hamsik er goðsögn hjá Napoli
Mynd: Getty Images
Stórar fréttir eru að berast úr sænsku úrvalsdeildinni en Marek Hamsik er nálægt því að ganga til liðs við IFK Gautaborg.

Kolbeinn Sigþórsson er á meðal leikmanna Gautaborg og hann gæti nú orðið liðsfélagi Hamsik.

SportExpressen greinir frá því að slóvakíski miðjumaðurinn sé á leið til Gautaborg til að ganga frá samningi.

Hamsik skoraði 100 mörk í 409 leikjum í Serie A með Napoli á árunum 2007 til 2019.

Þaðan fór hann til Dalian í Kína þar sem hann spilaði undir stjórn Rafa Benítez. Benítez hætti sem þjálfari Dalian í vetur og nú er Hamsik á förum.

Samkvæmt sænskum fjölmiðlum vill Hamsik fá spiltíma til að vera í eins góðu formi og hægt er fyrir baráttuna á EM í sumar með landsliði Slóvakíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner