Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 05. mars 2021 20:01
Brynjar Ingi Erluson
Oscar vill klára ferilinn hjá Chelsea
Oscar vill klára ferilinn hjá Chelsea
Oscar vill klára ferilinn hjá Chelsea
Mynd: Getty Images
Brasilíski sóknartengiliðurinn Oscar vill fara aftur til enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea en hann segir frá þessu í viðtali við talkSPORT.

Oscar er 29 ára gamall og hefur spilað með Shanghai SIPG í Kína síðustu fjögur árin eða frá því félagið keypti hann frá Chelsea fyrir um það bil 60 milljónir punda.

Hann vann ensku úrvalsdeildina tvisvar og Evrópudeildina einu sinni með Chelsea og spilaði þar 203 leiki áður en hann var seldur til Kína.

Leikmaðurinn hefur verið einn besti maður kínversku deildarinnar síðustu ár en vill nú aftur til Englands.

„Ég á mér þann draum að klára ferilinn hjá Chelsea því það voru góðir tímar þar. Chelsea hjálpaði mér að bæta mig og að gera það sem mig dreymir um, að spila í Meistaradeildinni og hjálpa mér að spila á HM og vinna ensku úrvalsdeildina," sagði Oscar.

„Ég á marga vini hjá félaginu og það er draumur minn að klára ferilinn þar ef það er möguleiki fyrir því. Chelsea kaupir ekki mikið af eldri leikmönnum, sem er eðlilegt því þetta er topplið í Evrópu en ég mun reyna mitt besta að vera í formi til að klára ferilinn þar, sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner