sun 05. mars 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - FH mætir ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Upphaflega voru sex leikir skráðir í Lengjubikarnum í dag en samkvæmt vefsíðu KSÍ eru þeir aðeins fjórir.


Stórleikur dagsins fer fram í Hafnarfirði þar sem FH tekur á móti ÍBV í fyrsta leik Eyjamanna í riðlakeppninni. FH-ingar eru með sex stig eftir þrjár umferðir, eini tapleikurinn kom gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks.

Í B-deildinni á Höttur/Huginn heimaleik við Völsung á sama tíma og tveir leikir fara fram í C-deildinni.

Kría mætir þar Herði frá Ísafirði á meðan Tindastóll tekur á móti Samherjum.

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 2
16:00 FH-ÍBV (Skessan)

Lengjubikar karla - B-deild, riðill 4
14:00 Höttur/Huginn-Völsungur (Fellavöllur)

Lengjubikar karla - C-deild, riðill 2
14:00 Kría-Hörður Í. (Vivaldivöllurinn)

Lengjubikar karla - C-deild, riðill 5
14:00 Tindastóll-Samherjar (Sauðárkróksvöllur)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner