Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 05. mars 2023 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd reglulega með njósnara á leikjum Roma
Tammy Abraham.
Tammy Abraham.
Mynd: Getty Images
Það þykir augljóst að Manchester United þurfi að kaupa sóknarmann í sumar, mann sem getur hjálpað Marcus Rashford við markaskorun.

Wout Weghorst var fenginn á láni frá Burnley í janúar síðastliðnum en hann er engin framtíðarlausn.

Victor Osimhen hjá Napoli hefur verið mikið orðaður við Man Utd en James Horncastle, fréttamaður hjá The Athletic nefnir annað nafn úr ítalska boltanum sem United er að fylgjast með.

Hann segir í grein sinni að United hafi reglulega verið með njósnara á leikjum Roma á tímabilinu. Þar sé félagið að fylgjast með Tammy Abraham.

Abraham, sem er 25 ára, var seldur frá Chelsea til Roma sumarið 2021. Hann skoraði 17 mörk í 37 deildarleikjum með Roma í fyrra en hefur ekki átt tímabil núna; hefur aðeins gert sex mörk í 24 leikjum.

Það verður áhugavert að fylgjast með þróuninni í sóknarmannsleit Man Utd á næstu mánuðum.
Athugasemdir
banner
banner