Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 05. mars 2023 16:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrjú íslensk mörk skoruð á Adam Inga
Arnór Sigurðsson gerði tvennu.
Arnór Sigurðsson gerði tvennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn efnilegi, Adam Ingi Benediktsson, þurfti að taka boltann fjórum sinnum úr marki sínu er Gautaborg tapaði stórt í Íslendingaslag í sænska bikarnum í dag.

Gautaborg mætti Norrköping en nafnarnir Arnór Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason voru báðir í byrjunarlið Norrköping í leiknum.

Arnór Sig gerði sér lítið fyrir og skoraði tvisvar í leiknum og bætti Arnór Ingvi við einu marki ofan á það. Leikurinn endaði með 0-4 sigri Norrköping.

Andri Lucas Guðjohnsen kom inn á fyrir Arnór Sig í síðari hálfleiknum þegar sigurinn var svo gott sem í höfn.

Norrköping tryggði sér farseðilinn í átta-liða úrslit keppninnar með þessum sigri. Gautaborg er úr leik.

Þá spilaði Davíð Kristján Ólafsson í sigri Kalmar gegn Helsingborg, 4-1. Kalmar er komið í átta-liða úrslitin - líkt og Norrköping.

Böðvar Böðvarsson var í byrjunarliði Trelleborg í 1-0 sigri á Onsala, en Böðvar og félagar eru úr leik.
Athugasemdir
banner
banner