Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 05. mars 2023 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verðmiðinn á Kane opinberaður - Gvardiol til City?
Powerade
Hvert fer Firmino?
Hvert fer Firmino?
Mynd: EPA
Þá er komið að slúðurpakkanum á þessum ágæta sunnudegi en það er fullt af áhugaverðum molum að þessu sinni. Silva, Gvardiol, Rabiot, De Jong, Caicedo, Felix, Kessie, Firmino og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins.

Barcelona vill áfram kaupa portúgalska miðjumanninn Bernardo Silva (28) frá Manchester City en enska félagið er tilbúið að selja hann fyrir 65 milljónir evra. (Sport)

Man City mun reyna að kaupa miðvörðinn Josko Gvardiol (21) frá RB Leipzig ef Aymeric Laporte (28) verður seldur í sumar. PSG hefur áhuga á Laporte. (Star)

Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot (27) er á óskalista Man City ef Ilkay Gundogan (32) yfirgefur félagið. Báðir leikmenn eru samningslausir í sumar, en Rabiot er þessa stundina á mála hjá Juventus. (Football Transfers)

Tottenham vill fá að minnsta kosti 100 milljónir punda fyrir enska landsliðsfyrirliðann Harry Kane (29) í sumar. (Football Insider)

Manchester United hefur áfram áhuga á Frenkie de Jong (25) en leikmaðurinn er staðráðinn í að halda áfram að spila fyrir Barcelona. (Guardian)

Moises Caicedo (21) er búinn að skrifa undir nýjan samning við Brighton en verður samt sem áður á óskalista stærstu félaga Englands í sumar. (Telegraph)

Chelsea vill kaupa Joao Felix (23) frá Atletico Madrid og miðjumanninn Declan Rice (24) frá West Ham í sumar. Felix er í augnablikinu á láni hjá Chelsea og Rice er uppalinn hjá félaginu. Lundúnafélagið stefnir jafnframt á að selja fimm leikmenn til að fjármagna þessi kaup. (Fichajes)

AC Milan er með Ruben Loftus-Cheek (27), miðjumann Chelsea, á óskalista sínum. Hann mun kosta félagið um 25 milljónir punda. (Calciomercato)

Franck Kessie (26), miðjumaður Barcelona, hefur verið orðaður við brottför en hann ætlar sér ekki að yfirgefa Katalóníustórveldið á næstunni. (Sport)

Roberto Firmino (31) er ekki búinn að ræða við nein önnur félög þrátt fyrir að hafa tekið ákvörðun um að yfirgefa Liverpool í sumar. (Football Insider)
Athugasemdir