Leao orðaður við Liverpool - Bayern lækkar verðmiðann á Coman - Nunez vildi fara í janúar
banner
   mið 05. mars 2025 09:43
Elvar Geir Magnússon
Leao orðaður við Liverpool - Nunez vildi fara í janúar
Powerade
Rafael Leao.
Rafael Leao.
Mynd: EPA
Kingsley Coman til Arsenal?
Kingsley Coman til Arsenal?
Mynd: EPA
Thomas Partey.
Thomas Partey.
Mynd: EPA
Leikmaður AC Milan orðaður við Liverpool, Bayern lækkar verðmiðann á Coman og Nunez vildi fara frá Liverpool í janúar. Þetta er meðal þess sem er í slúðurpakka dagsins.

Liverpool hefur áhuga á portúgalska landsliðsmanninum Rafael Leao (25) hjá AC Milan og er líklegt til að gera tilboð í sóknarleikmanninn ef Luis Díaz fer. Barcelona hefur einnig áhuga á Leao. (Teamtalk)

Bayern Munchen hefur lækkað verðmiðann á Kingsley Coman (28) þar sem félagið hyggst losa sig við hann í sumar. Arsenal hefur áhuga á leikmanninum. (Bild)

Úrúgvæski framherjinn Darwin Nunez (25) sagði Liverpool í janúar að hann væri óánægður og vildi fara. Sádi-arabíska félagið Al-Hilal vildi fá hann en Liverpool lokaði á skipti. (Football Insider)

Tottenham telur sig vera í bílstjórasætinu til að fá enska miðjumanninn Tyler Dibling (19) sem er óánægður með nýja samninginn sem Southampton býður. (Talksport)

Manchester City vill fá Jeremy Monga (15), ungstirni Leicester City, inn en þarf að fara í gegnum dómstól sem úrskurðar hvaða bætur þurfi að greiða fyrir enska kantmanninn. (Sun)

Lærisveinar Pep Guardiola eru einnig að fylgjast með Theo Hernandez (27), vinstri bakverði AC Milan. (Caught Offside)

Eric Dier (31) vill vera áfram hjá Bayern München en bíður eftir því að félagið taki ákvörðun. Samningur hans rennur út í sumar. (Florian Plettenberg)

Barcelona, Paris St-Germain og Juventus hafa öll áhuga á Thomas Partey (31) ganverskum miðjumanni Arsenal en samningur hans rennur út í lok tímabilsins. (Caught Offside)

Victor Lindelöf (30), varnarmaður Manchester United og Svíþjóðar vill fara frá félaginu í sumar og snúa aftur til Benfica. (Record)

Jack Grealish (29) gæti farið frá Manchester City í sumar. Hann er meira til umfjöllunar vegna lífernisins utan vallar en frammistöðu innan vallar. (Mail)

Milos Kerkez (21) mun væntanlega yfirgefa Bournemouth fyrir nýja áskorun í sumar og Liverpool er að fylgjast með ungverska vinstri bakverðinum. (Fabrizio Romano)

Borussia Dortmund er að undirbúa brotthvarf enska kantmannsins Jamie Gittens (20) og hafa Chelsea, Liverpool, Manchester United og Tottenham öll áhuga. (Sky Þýskalandi)

West Ham gæti veitt Newcastle samkeppni um Emanuel Emegha (22), hollenskan framherja Strassborgar. (GiveMeSport)

Taylor Harwood-Bellis (23), varnarmaður Southampton og Englands, vill vera áfram í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en Crystal Palace og West Ham hafa áhuga. (Football Insider)

Liverpool vill fá Konstantinos Koulierakis (21), grískan miðvörð Wolfsburg, en gæti fengið samkeppni frá Crystal Palace og Aston Villa. (Caught Offside)
Athugasemdir
banner
banner
banner