Leao orðaður við Liverpool - Bayern lækkar verðmiðann á Coman - Nunez vildi fara í janúar
   mið 05. mars 2025 21:17
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Konaté slapp með skrekkinn
Mynd: EPA
PSG er að spila við Liverpool í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og hafa heimamenn verið talsvert sterkari aðilinn í París.

Alisson Becker markvörður Liverpool hefur verið besti leikmaður vallarins hingað til en gestirnir í liði Liverpool eru afar heppnir að staðan er enn markalaus.

Khvicha Kvaratskhelia skoraði glæsilegt mark en það var ekki dæmt gilt vegna afar naumrar rangstöðu sem hafði engin raunveruleg áhrif á sóknina. Skömmu síðar virtist Ibrahima Konaté brjóta af sér sem aftasti varnarmaður, en ítalska dómarateymið virtist óákveðið og dæmdi ekkert.

Konaté fór með öxlina aftan í bakið á Bradley Barcola sem var sloppinn einn í gegn á móti Alisson. Atvikið átti sér stað utan vítateigs og var skoðað gaumgæfilega í VAR herberginu, en ekki talið að dómarinn hafi gert nægilega augljós mistök til að leiðrétta upprunalega ákvörðun að dæma ekki neitt.

Sjáðu atvikið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner