Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 05. apríl 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bayern byrjar æfingar á morgun - Litlir hópar
Mynd: Getty Images
Þýskalandsmeistararnir í FC Bayern Munchen ætla að hefja æfingar að nýju eftir hlé á morgun, mánudag.

Þetta herma heimildir Kicker og segir þar að Bayern ætli að hefja æfingar í fámennum hópum þar sem fjórir til fimm myndu æfa saman og halda fjarlægð á milli sínu eins og reglur segi til.

Samkomubann í Þýskalandi er misstrangt eftir svæðum og er ekki öllum félögum leyft að hefja æfingar í smærri hópum á mánudag en sum félög eru byrjðu að æfa eða munu byrja á morgun.

Níu umferðir eru eftir af Bundesliga og fer keppni í fyrsta lagi af stað 30. apríl. Bayern er á toppi deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner