Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 05. apríl 2020 19:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
„Gæti hentað betur fyrir Sanchez að koma inn í United liðið núna"
Alexis Sanchez gæti fengið annað tækifæri á Old Trafford.
Alexis Sanchez gæti fengið annað tækifæri á Old Trafford.
Mynd: Getty Images
Félagaskipti Alexis Sanchez frá Arsenal til Manchester United eru að mörgum talin vera ein þau verstu sem hafa orðið á síðustu árum, James Cooper sparkspekingar hjá Sky Sports veltir fyrir sér hvort Sílemaðurinn eigi sér framtíð á Old Trafford eftir að lánsdvöl hans lýkur hjá Inter.

Það vakti athygli fyrr í vetur þegar Ole Gunnar Solskjær sagði á blaðamannafundi að hann ætti von á því að Sanchez yrði áfram, Norðmaðurinn virðist enn hafa trú á því að Sanchez muni sýna sitt rétta andlit hjá Manchester United.

Cooper telur að Rauðu djöflarnir séu á öðrum og betri stað en þegar Sanchez fór síðasta sumar og það gæti því hentað betur fyrir hann að koma inn í United liðið núna.

„United er allt annar staður núna en þegar Sanchez fór frá félaginu á láni til Inter á síðasta ári. Eins og Solskjær hugsar þetta þá er liðið á langri vegferð og það er enn frekar löng leið eftir, öll stemning í kringum liðið hefur hins vegar breyst til hins betra."

„Sanchez þurfti að ganga í gegnum ýmistlegt eftir komu hans til félagsins, væntingarnar voru miklar og peninga umræðan sem fylgdi öllu í kringum skiptin hefur haft sitt að segja líka varðandi væntingarnar. Hann átti í deilum við Mourinho sem fékk hann til félagsins og svo kom nýr stjóri með nýjar hugmyndir. Af einhverri ástæðu hefur hann ekki náð að finna sig hjá United með alla pressuna á herðum sér," sagði James Cooper.

Sanchez, sem að öllu óbreyttu snýr aftur til Manchester United í sumar, á enn tvö ár eftir af samningi sínum á Old Trafford, það verður áhugavert að fylgjast með því hvort Ole Gunnar Solskjær standi við orð sín og gefi Sanchez annað tækifæri á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner