Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   mán 05. apríl 2021 09:00
Aksentije Milisic
Guardiola: Dortmund borgar umboðsmönnum mikinn pening
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur skotið létt á Borussia Dortmund fyrir viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Guardiola segir að Dortmund borgi umboðsmönnum mjög mikinn pening fyrir að finna unga og efnilega leikmenn.

Þá sagði hann að leikmannahópur Dormund væri frábær en liðin mætast á Etihad vellinum á morgun.

„Ég mun ekki finna einn leikmann í hópnum hjá Dortmund sem er ekki með gæði," sagði Pep.

„Þeir eyða miklum pening í unga leikmenn og borga umboðsmönnum mikla peninga til að ná í þessa leikmenn til liðsins því þeir hafa mikla hæfileika."

Erling Braut Haaland kostaði um sautján milljónir punda þegar Dortmund fékk hann frá Red Bull Salzburg en Mino Raiola, umboðsmaður leikmannsins, er sagður hafa fengið mjög háa upphæð fyrir skiptin.
Athugasemdir
banner
banner