Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mán 05. apríl 2021 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
PSG án Florenzi gegn Bayern - Með Covid
Ítalski bakvörðurinn Alessandro Florenzi hefur staðið sig frábærlega með PSG frá komu sinni að láni frá Roma síðasta haust.

Hann verður þó ekki með í næstu leikjum Frakklandsmeistaranna eftir að hann greindist með Covid.

Bakvörðurinn er kominn í einangrun sem mun vara í tíu daga og því missir hann af gríðarlega mikilvægum leikjum gegn FC Bayern í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Þetta er mikill skellur fyrir PSG sem mun líklegast nota Colin Dagba eða Thilo Kehrer til að fylla í skarðið. Þeir eru báðir taldir talsvert lakari heldur en Florenzi.

Hægri bakvörður PSG mun mæta vinstri kanti Bayern í Meistaradeildinni. Það verður gríðarlega erfitt verkefni þar sem Bayern er með leikmenn á borð við Serge Gnabry, Kingsley Coman og Leroy Sane á sínum snærum.
Athugasemdir
banner
banner