,,Það er alltaf fúlt að tapa en mér lýst bara vel á framhaldið", sagði Þórður Þórðarson þjálfari ÍA eftir tap sinna manna á móti ÍBV í dag.
,,Ég er ekki sáttur við liðið þegar við töpum en fyrri hálfleikur var ekki nógu góður hjá okkur. Við náðum ekki upp góðu spili og vorum í vandræðum á köflum. En í seinni hálfleik fannst mér við nú góður stígandi hjá okkur og við sköpum nokkur færi. Fjögur færi og við eigum að nýta eitt af þeim í það minnsta"
,,Útlendingarnir hafa verið að koma vel inn í hópinn og mér fannst þeir bara spila ágætlega í dag en eins og ég segi, fyrri hálfleikur var ekki nógu góður."
,,Ég er með enga áhyggjur af neinum spám og pæli lítið í því. En okkar markmið er að gera betur en í fyrra og við sjáum bara hvert það leiðir okkur. Við byrjuðum mótið betur í fyrra en eigum við ekki vona að við endum það betur í ár", sagði Þórður brosandi.
Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir