Þorvaldur Örlyggson var hæstánægður með að landa sigri gegn Víkingi Ólafsvík í dag. Fram vann 2-1 sigur við erfiðar aðstæður.
Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 1 - 2 Fram
„Það er óhætt að segja það. Fyrir leik vissi maður ekki við hverju mátti búast, spáð var að það myndi hvessa. Völlurinn var ekki verri en aðrir vellir á þessum tíma en við lögðum upp með að spila einfalt," sagði Þorvaldur.
Fram er með nýja varnarlínu og fannst Þorvaldi hún koma vel út í dag.
„Þeir áttu ekki færi í seinni hálfleik. Vörnin stóð sig vel og miðjan var dugleg. Við áttum nokkur góð færi. Það hefði verið gaman að setja þriðja markið og róa aðeins mannskapinn."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir