mið 05. maí 2021 18:02
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Chelsea og Real: Hazard byrjar á Brúnni
Mynd: Getty Images
Chelsea og Real Madrid eigast við í risaslag í kvöld þar sem þau keppast um sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, gegn ógnarsterku liði Manchester City.

Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli í Madríd og því mikil spenna fyrir leik kvöldsins. Eden Hazard er goðsögn hjá Chelsea og mætir aftur á Brúnna í fyrsta sinn eftir félagaskiptin til Real. Hann hefur átt erfitt uppdráttar á Spáni en er í byrjunarliðinu í kvöld.

Zinedine Zidane gerir þrjár breytingar á liðinu sem gerði jafntefli við Chelsea. Auk Hazard koma Ferland Mendy og Sergio Ramos inn í byrjunarliðið.

Thomas Tuchel gerir aðeins eina breytingu á liði Chelsea. Markaskorarinn úr síðasta leik Christian Pulisic dettur á bekkinn. Kai Havertz byrjar í sóknarlínunni í hans stað.

Hakim Ziyech er á bekknum ásamt Pulisic, Callum Hudson-Odoi og Tammy Abraham.

Chelsea: Mendy, Christensen, Silva, Rudiger, Azpilicueta, Kante, Jorginho, Chilwell, Mount, Havertz, Werner
Varamenn:

Real Madrid: Courtois, Nacho, Militao, Ramos, Mendy, Kroos, Modric, Casemiro, Vinicius, Hazard, Benzema
Varamenn: Lunin, Altube, Asensio, Marcelo, Valverde, Odriozola, Isco, Mariano, Rodrygo, Arribas, Blanco, Miguel
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner