banner
   fim 05. maí 2022 22:57
Ívan Guðjón Baldursson
Rice: Lítið hægt að gera með dómarann á móti þér
Mynd: Getty Images

Declan Rice var gríðarlega svekktur eftir tap West Ham gegn Eintracht Frankfurt. Hamrarnir spiluðu stærsta hluta leiksins manni færri eftir að Aaron Cresswell fékk rautt spjald snemma leiks.


Lokatölur urðu 1-0 í Frankfurt og samanlagt 3-1 eftir þýskan sigur í London í fyrri leiknum.

„Við trúðum að við myndum komast áfram en þetta var alltof erfitt verkefni leikmanni færri. Þetta er fínt lið en alls ekki betra heldur en Sevilla eða Lyon. Þetta er lið sem spilar með svipaðan leikstíl og við og kannski er það vandamálið," sagði Rice, sem var alls ekki sáttur með dómgæsluna.

„Þeir björguðu á línu og svo átti Tomas góðan skalla undir lokin. Við áttum nokkur skot í leiknum en þeir fengu ekkert færi eftir að þeir skoruðu markið. 

„Það féll ekkert með okkur og dómarinn lét allar ákvarðanir falla með þeim. Rauða spjaldið átti rétt á sér en dómarinn tók mikið af röngum ákvörðunum eftir það. Þegar þú ert með dómarann á móti þér er lítið hægt að gera."

Rice er þó stoltur af félaginu fyrir að komast svona langt í keppninni og segir að leikmenn West Ham geti haldið heim með höfuðið hátt þrátt fyrir tap.

„Það bjóst enginn við að við kæmumst áfram gegn Sevilla eða Lyon. Við erum stoltir af okkar árangri."


Athugasemdir
banner
banner
banner